Skoðaðu nánar

 80.000 klukkustundir

80,000 klukkustundir stunda rannsóknir og veita nemendum og nýútskrifuðum upplýsingar og stuðning til að fást við störf sem takast á við brýnustu vandamál heimsins á áhrifaríkan hátt. Þau hafa gefið út bók um leitina að starfsframa sem leiðir gott af sér ásamt því að birta gagnlegar greinar á síðunni sinni og bjóða upp á gjaldfrjálsa starfsráðgjöf. Sæktu um starfsráðgjöf í dag!

EA starfsnám

EA starfsnám tengir grunnnema við áhrifarík tækifæri í störfum og starfsnámi. Skoðaðu starfsnámstöfluna þeirra til að skoða hvað er í boði!

Áhrifarík lokaverkefni (Effective Thesis)

Hvernig væri það ef þú gætir nýtt lokaverkefnið þitt í að hjálpa til við að leysa brýnustu vandamál heimsins? Effective Thesis veitir gjaldfrjálsa leiðsögn og þjálfun nemum sem vilja hefja rannsóknarferilinn sinn á því að betrumbæta heiminn, sama á hvaða námsstigi háskólanáms þau eru.

Magnify Mentoring

Magnify Mentoring styður við, hvetur og tengir saman samfélag fólks á heimsvísu sem vill láta gott af sér leiða með starfsframa sínum og lífi. Þau leggja áherslu á að veita þeim hópum leiðsögn sem hafa hingað til átt færri fulltrúa en hlutfall þeirra gefur tilefni til og eru nú samfélag 500 meðlima frá 35 löndum.

Málsvörn dýra (Animal Advocacy Careers)

Animal Advocacy Careers (AAC) eru samtök sem leitast eftir að leysa starfs- og hæfnisvöntun í réttindabaráttu dýra, sér í lagi dýra sem ræktuð eru. AAC veita fólki í þeirri barráttu aðstoð við starfsferilinn sinn, sama á hvaða reynslustigi viðkomandi er.