Um áhrifaríka umhyggju

 Hvað er áhrifarík umhyggja?

Áhrifarík umhyggja er hreyfing fólks sem vill finna skilvirkustu leiðirnar til að hjálpa öðrum með því að nota gögn og vandaða rökhugsun.

Leiðarljós áhrifaríkrar umhyggju:

  • Skuldbinding við aðra: Okkur er verulega umhugað um velferð annarra og erum tilbúin að haga persónulegum gjörðum til að gagnast öðrum. Hvað í þessu felst er mismunandi eftir einstaklingum og það er á endanum undir einstaklingum komið að átta sig á því hvernig marktækar persónulegar gjörðir líta út fyrir þau. Í öllum tilvikum er þó mikilvægasta skuldbindingin um áhrifaríka umhyggju að reyna með virkum hætti að gera heiminn að betri stað.

  • Vísindalegt viðhorf: Við leggjum okkur fram við að grundvalla gjörðir okkar á bestu fáanlegu gögnum og upplýsingunum sem og rökleiðslum byggðum á skilningi á gangi heimsins. Við áttum okkur á því að það sé erfitt að komast að því hvernig gera má gott með sem bestum hætti og forðumst þar af leiðandi ofurtrú á eigin niðurstöður, leitum eftir upplýstri gagnrýni á eigin skoðanir, erum opin fyrir óvenjulegum hugmyndum og tökum frábrugnum sjónarmiðum alvarlega og með opnum hug.

  • Opinn hugur: Við erum samfélag sem sameinast um þessar meginreglur en ekki um ákveðinn málstað. Markmið okkar er að gera eins mikið gagn og við getum og við metum leiðir til að áorka því án þess að skuldbinda okkur í upphafi nokkrum einstökum málstað. Við erum opin fyrir því að beina kröftum okkar að hvaða hópi styrkþega sem er og að nota hvaða skynsamlegu aðferðir sem er til að hjálpa þeim. Ef góð rök eða gögn sýna að núverandi áform okkar séu ekki þau bestu til að hjálpa öðrum þá munum við breyta viðhorfum okkar og gjörðum.

  • Heilindi: Þar sem við trúum því að traust, samvinna og réttar upplýsingar liggi til grundvallar góðgjörða keppumst við að því að vera heiðarleg og áreiðanleg. Með öðrum orðum, þá leggjum við okkur fram við að fylgja slíku framferði sem gerir samfélögum og fólki innan þeirra kleift að dafna. Við kunnum einnig að meta orðspor áhrifaríkrar umhyggju (e. Effective Altruism) og áttum okkur á því að gjörðir okkar hafa áhrif á það.

  • Samvinna: Við erum skuldbundin því að skapa vinalegt og opið umhverfi þar sem margar mismunandi nálganir fá að dafna og þar sem hægt er að meta fjölbreytt sjónarmið á eigin verðleikum. Til þess að hvetja til samvinnu milli fólks úr ólíkum aðstæðum og með ólíkan hugsunarhátt einsetjum við okkur að koma fram við fólk með frábrugna heimssýn, gildi, bakgrunn eða sjálfsmynd með virðingu og vinsemd.

Kynningarefni

EA Handbókin

EA Handbókin kynnir nokkrar af lykilhugmyndum í áhrifaríkri umhyggju

Effective Altruism: An Introduction

Effective Altruism: An Introduction Áhrifarík umhyggja: Inngangur er safn tíu vinsælla þátta úr hlaðvarpinu The 80,000 Hours Podcast, sérstaklega valdir til að hjálpa hlustendum að átta sig fljótt á hugsunarhættinum sem einkennir áhrifaríka umhyggju.

80,000 Hours: Key Ideas

80,000 Hours sinna rannsóknum og efnissköpun ætluðum til að hjálpa nemendum og nýútskrifuðum að fást í störf sem takast á við brýnustu vandamál heimsins á áhrifaríkan hátt.

Future Perfect

Future Perfect kannar nýstárlegar hugmyndir sem hafa  möguleika á að bæta heiminn á róttækan hátt. Þau takast á við stórar spurningar um áhrifaríkustu leiðirnar til að bjarga mannslífum, berjast gegn hlýnun jarðar og binda endi á fátækt í heiminum til að skapa fullkomnari framtíð.

Bókameðmæli